Handbolti

Karabatic leystur undan samningi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims síðustu ár, er án félags eftir að Montpellier rifti samningi hans í gær.

Karabatic er einn af aðalpersónum í miklu veðmálahneyksli sem skók franskan handbolta fyrr á tímabilinu. Hann var samningsbundinn Montpellier til 2016 en er nú að leita sér að nýju félagi.

Hann hefur verið orðaður við annað félag í frönsku úrvalsdeildinni, Aix-en-Provence, en félagið tilkynnti í gær að góðar líkur væri á að Karabatic kæmi til félagsins. Bróðir Karabatic, Luca, spilar einnig hjá Aix-en-Provence.

Karabatic var í franska landsliðinu á HM í handbolta á Spáni en liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×