Lionel Messi bætti en við met sitt með því að skora í fjórtánda deildarleik sínum í röð en Messi hefur skorað 24 mörk í þessum fjórtán leikjum frá og með 11. nóbember.
Messi hefur skorað 206 mörk í spænsku deildinni, 56 mörk í Meistaradeildinni, 24 mörk í spænska bikarnum, 10 mörk í spænska ofurbikarnum, 4 mörk í Heimsmeistarakeppni félagsliða og 1 mark í evrópska ofurbikarnum.
Messi var að skora mörk númer 36 og 37 í spænsku deildinni í gær og er þegar kominn með 48 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband þar sem hægt er að sjá öll mörkin sem Lionel Messi hefur skorað fyrir Barcelona. Hann skoraði 100. markið á móti Sevilla í janúar 2010, 200. markið á móti Viktoria Plzen í nóvember 2011 og svo 300. markið í gær 16. febrúar.