Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur staðið sig nokkuð vel á Palmetto Hall Championship-mótinu í Bandaríkjunum um helgina og er í 28. sæti mótsins á samanlagt einu höggi undir pari vallarins.
Birgir Leifur lék vel í gær en hann fór hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.
Mótið er hluti af eGolf-mótaröðinni og líkur því í kvöld.
