Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Häkkinen vonar að Mercedes nái árangri í Formúlu 1 í sumar. nordicphotos/afp Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira