De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 08:00 Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994. Formúla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994.
Formúla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira