Ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með Birgir Þór Harðarson skrifar 11. febrúar 2013 20:00 Ecclestone segir ólíklegt að Scorpion Racing verði með. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Nýja liðið er styrkt af kandískum og bandarískum fjárfestum og ætla að kaupa tæki og tól HRT-liðsins sem var lýst gjaldþrota byrjun desember í fyrra. Leikurinn er hins vegar ekki svo auðveldur að hvaða lið komist að, jafnvel þó um sé að ræða lið byggt á gömlu liði, því skráningarfresturinn rann út í lok nóvember. Það er því mjög ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með í Formúlu 1 í ár því FIA hefur hingað til ekki farið frjálslega með reglurnar. Ecclestone sagði við Sky Sports að hann hefði bent Scorpion Racing á FIA þegar liðið kom til hans. "Þeir vilja kaupa allt dótið frá HRT, stofna svo fyrirtæki og sækja um keppnisrétt. Ég held að þetta muni aldrei gerast. Þetta er allt of seint hjá þeim svo þeir verða að reyna aftur fyrir næsta ár," sagði Ecclestone. FIA hefur staðfest að engin formleg umsókn hafi borist og muni ekki taka afstöðu til umsóknarinnar fyrr en Scorpion Racing hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Nýja liðið er styrkt af kandískum og bandarískum fjárfestum og ætla að kaupa tæki og tól HRT-liðsins sem var lýst gjaldþrota byrjun desember í fyrra. Leikurinn er hins vegar ekki svo auðveldur að hvaða lið komist að, jafnvel þó um sé að ræða lið byggt á gömlu liði, því skráningarfresturinn rann út í lok nóvember. Það er því mjög ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með í Formúlu 1 í ár því FIA hefur hingað til ekki farið frjálslega með reglurnar. Ecclestone sagði við Sky Sports að hann hefði bent Scorpion Racing á FIA þegar liðið kom til hans. "Þeir vilja kaupa allt dótið frá HRT, stofna svo fyrirtæki og sækja um keppnisrétt. Ég held að þetta muni aldrei gerast. Þetta er allt of seint hjá þeim svo þeir verða að reyna aftur fyrir næsta ár," sagði Ecclestone. FIA hefur staðfest að engin formleg umsókn hafi borist og muni ekki taka afstöðu til umsóknarinnar fyrr en Scorpion Racing hafi gert hreint fyrir sínum dyrum.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira