Fótbolti

Dómarinn í sviðsljósinu fyrir El Clásico

Mallenco spjaldar hérna Lionel Messi. Það gerist ekki oft að hann fái spjöld.
Mallenco spjaldar hérna Lionel Messi. Það gerist ekki oft að hann fái spjöld.
Dómarinn í El Clásico í kvöld, Alberto Undiano Mallenco, hefur verið mikið malla tannanna á fólki fyrir leik kvöldsins. Það þykir ekki hafa verið góð ákvörðun að setja Mallenco á stórleikinn.

Barcelona tekur á móti Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fyrri leikurinn fór 1-1.

Jordi Roura, sem leysir af sem þjálfari Barcelona, notaði blaðamannafundinn í gær til þess að senda Mallenco pillur en hann segir dómarann hafa farið illa með Barcelona í úrslitaleik bikarsins í fyrra. Sá leikur var gegn Real Madrid.

Real Madrid ætlaði sér aðeins að senda leikmann á blaðamannafundinn en þegar Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, heyrði af ummælum Roura ákvað hann sjálfur að mæta á fundinn.

"Okkur gengur verr þegar Undiano er á flautunni. Eina tapið okkar í deildinni í vetur var þegar hann dæmdi. Við höfum heldur ekki gleymt bikarleiknum. Það er best fyrir hann að láta sem minnst á sér bera í þessum leik," sagði Roura ákveðinn.

Mallenco hefur dæmt sex El Clásico-leiki. Barcelona hefur unnið þrjá, Real Madrid tvo og einu sinni endaði leikurinn með jafntefli. Hann hefur sent tvo leikmenn af velli í þessum leikjum, einn frá hvoru liði. Madrid hefur fengið 26 gul spjöld hjá honum og Barcelona 15.

Mourinho mætti á sinn blaðamannafund og gagnrýndi Barcelona fyrir að setja pressu á sína leikmenn.

"Sjálfur einblíni ég á þær kennslustundir sem ég hef fengið frá Barcelona. Þetta er frábært lið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×