Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook 25. febrúar 2013 16:32 Hér sést hvar hnappurinn inn á Veiðivísi er. Veiðivísir er nú orðinn sýnilegri. Búið er að setja hnapp efst á forsíðu Vísis og með einum smelli komast menn beint inn á Veiðivísi. Áður þurftu veiðiáhugamenn að fara smá krókaleið til að komast inn á vefinn. Auk þessa hefur verið búinn til „,mest lesið" dálkur vinstra megin á Veiðivísi þar sem einungis detta inn mest lesnu veiðifréttirnar. Áður fóru vinsælustu veiðifréttirnar inn á „mest lesið" í sportinu þar sem þær voru í bland við fótbolta, handbolta og aðrar íþróttafréttir. Ritstjórn Veiðivísis telur það til bóta að veiðimenn hafi yfirsýn yfir mest lesnu veiðifréttirnar. Í þriðja lagi er Veiðivísir nú kominn með sína eigin Facebook síðu. Inn á Facebook-síðuna detta allar fréttir sem skrifaðar eru inn á Veiðivísi og því tilvalið fyrir veiðimenn að „líka" við síðuna. Þannig fá þér allar nýjustu fréttirnar í fréttaveituna (News Feed). Facebook-síða Veiðivísis er líka hugsuð sem umræðuvettvangur fyrir veiðiáhugamenn. Hér er hægt að fara beint inn á Veiðivísi á Facebook. Frá 1. maí á síðasta ári hafa fjórir blaðamenn, sem samtals eru með um 50 ára reynslu í blaðamennsku, skrifað veiðifréttir inn á Veiðivísi. Í bland við stuttar fréttir hefur verið lögð sérstök áhersla á lengri greinar og fréttaskýringar. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að veita veiðimönnum sem bestar upplýsingar og innsýn í veiðiheiminn. Á þeim tæpu 10 mánuðum sem liðnir eru hafa birst hátt í 700 fréttir, greinar og fréttaskýringar á Veiðivísi. Ritstjórn Veiðivísis eru skipuð eftirtöldum blaðamönnum: Garðar Örn Úlfarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu - gar@frettabladid.is Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri á Fréttablaðinu - kristjan@frettabladid.is Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu - svavar@frettabladid.is Trausti Hafliðason, fréttastjóri á Fréttablaðinu - trausti@frettabladid.is Ef menn eru með áhugaverða fréttapunkta þá endilega sendið þá á einhvern okkar.Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við Árna Þór Sævarsson á auglýsingadeild 365. Árni Þór er með netfangið arnis@365.is Góðar stundir, ritstjórn Veiðivísis. Stangveiði Mest lesið Plankað við ánna Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Settu í sjö laxa við opnun Stóru Laxár Veiði Veiðisagan úr Krossá Veiði Mikil tilhlökkun eftir opnun Þingvallavatns Veiði Smálaxinn er ekki mættur Veiði
Veiðivísir er nú orðinn sýnilegri. Búið er að setja hnapp efst á forsíðu Vísis og með einum smelli komast menn beint inn á Veiðivísi. Áður þurftu veiðiáhugamenn að fara smá krókaleið til að komast inn á vefinn. Auk þessa hefur verið búinn til „,mest lesið" dálkur vinstra megin á Veiðivísi þar sem einungis detta inn mest lesnu veiðifréttirnar. Áður fóru vinsælustu veiðifréttirnar inn á „mest lesið" í sportinu þar sem þær voru í bland við fótbolta, handbolta og aðrar íþróttafréttir. Ritstjórn Veiðivísis telur það til bóta að veiðimenn hafi yfirsýn yfir mest lesnu veiðifréttirnar. Í þriðja lagi er Veiðivísir nú kominn með sína eigin Facebook síðu. Inn á Facebook-síðuna detta allar fréttir sem skrifaðar eru inn á Veiðivísi og því tilvalið fyrir veiðimenn að „líka" við síðuna. Þannig fá þér allar nýjustu fréttirnar í fréttaveituna (News Feed). Facebook-síða Veiðivísis er líka hugsuð sem umræðuvettvangur fyrir veiðiáhugamenn. Hér er hægt að fara beint inn á Veiðivísi á Facebook. Frá 1. maí á síðasta ári hafa fjórir blaðamenn, sem samtals eru með um 50 ára reynslu í blaðamennsku, skrifað veiðifréttir inn á Veiðivísi. Í bland við stuttar fréttir hefur verið lögð sérstök áhersla á lengri greinar og fréttaskýringar. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að veita veiðimönnum sem bestar upplýsingar og innsýn í veiðiheiminn. Á þeim tæpu 10 mánuðum sem liðnir eru hafa birst hátt í 700 fréttir, greinar og fréttaskýringar á Veiðivísi. Ritstjórn Veiðivísis eru skipuð eftirtöldum blaðamönnum: Garðar Örn Úlfarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu - gar@frettabladid.is Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri á Fréttablaðinu - kristjan@frettabladid.is Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu - svavar@frettabladid.is Trausti Hafliðason, fréttastjóri á Fréttablaðinu - trausti@frettabladid.is Ef menn eru með áhugaverða fréttapunkta þá endilega sendið þá á einhvern okkar.Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við Árna Þór Sævarsson á auglýsingadeild 365. Árni Þór er með netfangið arnis@365.is Góðar stundir, ritstjórn Veiðivísis.
Stangveiði Mest lesið Plankað við ánna Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Settu í sjö laxa við opnun Stóru Laxár Veiði Veiðisagan úr Krossá Veiði Mikil tilhlökkun eftir opnun Þingvallavatns Veiði Smálaxinn er ekki mættur Veiði