Antonio Conte, þjálfari Juventus, var allt annað en sáttur við þann hluta stuðningsmanna liðsins sem bauluðu á leikmenn um helgina.
Juve vann þægilegan 3-0 sigur á Siena og er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Conte var þó svekktur eftir leikinn með baulið sem beindist aðallega að Sebastian Giovinco en hann skoraði í leiknum.
"Því miður er þetta baul orðið að slæmum sið á þessum velli. Stuðningsmenn mega ekki baula á menn fyrir að gera ein mistök," sagði Conte fúll.
"Ég minni fólk á að þetta lið er að gera ótrúlega hluti. Þetta lið hefur fyllt stuðningsmenn Juve stolti á nýjan leik. Þetta baul á að það til að fara í taugarnar á mér. Það er ekki við hæfi.
"Fyrir einu og hálfu ári var Juve í sjöunda sæti. Fólkið á að vera þakklátt fyrir að hafa menn eins og Giovinco í liðinu."
