Aflýsa varð síðasta hringnum á móti í eGolf-mótaröðinni í Suður-Karólínu vegna mikillar rigningar í gær en tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu.
Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 4.-7. sæti á fimm höggum undir pari eftir að hafa spilað á 70 höggum þriðja keppnisdaginn. Hann fékk að launum 400 þúsund krónur samkvæmt heimasíðu mótsins.
Ólafur Björn Loftsson var í öðru sæti að loknum tveimur hringjum en náði sér ekki á strik á þeim þriðja. Þá lék hann á 76 höggum og endaði hann á samtals þremur höggum undir pari. Hann endaði í 12.-14. sæti og fékk 250 þúsund krónur í sinn hlut.
Sigurvegari mótsins var Bandaríkjamaðurinn Brent Witcher sem lék á samtals ellefu höggum undir pari. Fékk hann 1,9 milljón króna fyrir.
Birgir Leifur hafnaði í fjórða sæti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1