Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Oddur Þorsteinsson skrifar 23. febrúar 2013 07:30 Bjarki Þór Pálsson. Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira