Eins og köld vatnsgusa í andlitið 21. febrúar 2013 18:45 Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira
Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira
Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12