Sony afhjúpar Playstation 4 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 10:14 Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP Leikjavísir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP
Leikjavísir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira