Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti