Fótbolti

Mourinho grínast með það að hætta á sama tíma og Ferguson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og José Mourinho.
Alex Ferguson og José Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það styttist í stórleik Manchester United og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á morgun. Eins og áður með þessi tvö fornfrægu félög eru knattspyrnustjórarnir og vinirnir Sir Alex Ferguson og José Mourinho í sviðsljósinu.

Sir Alex Ferguson er orðinn 71 árs og er 21 ári eldri en José Mourinho. Ferguson útilokar ekki að Mourinho taki við af honum í framtíðinni.

„José getur þjálfað öll lið í heimi það er enginn vafi á því," sagði Sir Alex Ferguson við AFP.

„Ég vil ekki spá fyrir um hvað gerist þegar ég hætti. Ég get samt ekki haldið áfram endalaust," sagði Ferguson.

José Mourinho hefur sjálfur slegið slíkum vangaveltum upp í grín. „Það verður líklega aldrei af þessu. Ég held að við hættum á sama tíma, ég þá 70 ára og hann orðinn níræður," sagði José Mourinho í léttum tón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×