Handbolti

Hrun hjá Guif og fjórða tapið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif töpuðu fjórða deildarleiknum í röð í kvöld þegar liðið lá á útivelli á móti HK Drott. Guif-liðið hefur hrunið alla leið niður í sjötta sæti deildarinnar en liðið var á toppnum í síðasta mánuði.

Guif missti hreinlega frá sér sigurinn í kvöld því liðið var 27-24 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Drott vann lokamínúturnar 5-1 og tryggði sér 29-28 sigur. Heimir Heimsson og Haukur Andrésson voru ekki með GUIF í kvöld.

Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu fimmtán marka útisigur á VästeråsIrsta 33-18. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum og komu þau öll í fyrri hálfleiknum sem Kristianstad vann 16-8.

Elvar Friðriksson og félagar í Hammarby töpuðu 37-24 á útivelli á móti Lugi HF. Elvar skoraði þrjú mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×