Meirihluti yfir hámarkshraða! Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2013 14:30 Getur verið að hámarksharði sé rangur ef 58% ökumanna ákveða að aka hraðar? Hvað segir það okkur, er meirihluti Íslendinga brotamenn? Þessa fyrirsögn kannast margir við úr blöðum og netmiðlum, en þær birtast í kjölfar umferðareftirlits lögreglunnar þar sem hraði ökumanna er mældur. Ein slík birtist í síðustu viku en þar mældi lögreglan ökuhraða á Hallsvegi við Gufuneskirkjugarð og reyndust 58% ökumanna yfir löglegum hraða og meðalhraðinn 17 km/klst yfir löglegum hraða, sem er 50 km/klst. En er ekki eitthvað bogið við það að oftar en ekki er meirihluti ökumanna yfir löglegum ökuhraða? Er þá ekki í raun þegjandi samkomulag um það meðal ökumanna að ökuhraðinn sé of lágur. Flestir ökumenn aka sannarlega eftir aðstæðum og vilja ekki valda sjálfum sér né öðrum tjóni og haga aksturslagi sínu eftir því. Meirihluti þeirra áætlar samkvæmt því að löglegur ökuhraði sé of lágur og ekur aðeins hraðar. Samkvæmt laganna bókstaf eru þeir hinsvegar brotlegir og verðskulda sekt samkvæmt því. Breskar kannanir sýna að þar sem mikið umferðareftirlit er, þ.e. tíðar hraðamælingar með myndavélum eða framkvæmdar af lögreglumönnum, verða ekki færri slys. Fréttir berast víða að úr heiminum að undanförnu um hækkun leyfilegs hámarkshraða. Er það rökstutt með niðurstöðum tilrauna um að slysum fjölgi ekki, bættum búnaði bifreiða, eða bættra aðstæðna. Oft hefur heyrst af undrun Íslendinga að hámarkshraði á nýjum og glæsilegum Keflavíkurvegi sé ekki hækkaður, þar sem á sambærilegum vegum erlendis sé leyfður miklu meiri hraði. Þeir hafa sitthvað til síns máls. Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent
Hvað segir það okkur, er meirihluti Íslendinga brotamenn? Þessa fyrirsögn kannast margir við úr blöðum og netmiðlum, en þær birtast í kjölfar umferðareftirlits lögreglunnar þar sem hraði ökumanna er mældur. Ein slík birtist í síðustu viku en þar mældi lögreglan ökuhraða á Hallsvegi við Gufuneskirkjugarð og reyndust 58% ökumanna yfir löglegum hraða og meðalhraðinn 17 km/klst yfir löglegum hraða, sem er 50 km/klst. En er ekki eitthvað bogið við það að oftar en ekki er meirihluti ökumanna yfir löglegum ökuhraða? Er þá ekki í raun þegjandi samkomulag um það meðal ökumanna að ökuhraðinn sé of lágur. Flestir ökumenn aka sannarlega eftir aðstæðum og vilja ekki valda sjálfum sér né öðrum tjóni og haga aksturslagi sínu eftir því. Meirihluti þeirra áætlar samkvæmt því að löglegur ökuhraði sé of lágur og ekur aðeins hraðar. Samkvæmt laganna bókstaf eru þeir hinsvegar brotlegir og verðskulda sekt samkvæmt því. Breskar kannanir sýna að þar sem mikið umferðareftirlit er, þ.e. tíðar hraðamælingar með myndavélum eða framkvæmdar af lögreglumönnum, verða ekki færri slys. Fréttir berast víða að úr heiminum að undanförnu um hækkun leyfilegs hámarkshraða. Er það rökstutt með niðurstöðum tilrauna um að slysum fjölgi ekki, bættum búnaði bifreiða, eða bættra aðstæðna. Oft hefur heyrst af undrun Íslendinga að hámarkshraði á nýjum og glæsilegum Keflavíkurvegi sé ekki hækkaður, þar sem á sambærilegum vegum erlendis sé leyfður miklu meiri hraði. Þeir hafa sitthvað til síns máls.
Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent