Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Agnar Már Másson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2026 17:08 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Vísir/Viktor Freyr Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. Klukkan 17:03 barst lögreglu tilkynning um mikinn eld í skemmu við Gufunesveg í Grafarvogi. Stigabíll slökkviliðs, dælubílar og sjúkrabílar mættu á vettvang skömmu síðar en þá blasti við eldhaf sem náði um tólf metra í loftið, að sögn sjónarvotts. Lögregla varaði íbúa í nágrenni við Gufunesveg að loka gluggum þar sem mikinn reyk lagði frá skemmunni. Íbúar í nærliggjandi hverfum lýstu mikilli brunalykt, svo sem í Grafarvogi og Árbæ. Skemman er í eigu Reykjavíkurborgar en TrueNorth hefur leigt hana að undanförnu. Stjórnarformaður TrueNorth segir að í skemmunni hafi mátt finna sögulega muni sem framleiðslufyrirtækið hafi notað í bíómyndum sem erfitt sé að bæta með peningum. Upp úr klukkan 19 hafði slökkvilið náð góðum tökum á eldinum og kallað helming af liði sínu til baka. Um klukkan 21 var að mestu búið að slökkva eldinn og einungis þrír slökkviliðsmenn eftir á svæðinu til að slökkva eldhreiður sem gætu kviknað undir rústunum. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki þá er ráð að endurhlaða síðunni. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar og myndir hérna.
Klukkan 17:03 barst lögreglu tilkynning um mikinn eld í skemmu við Gufunesveg í Grafarvogi. Stigabíll slökkviliðs, dælubílar og sjúkrabílar mættu á vettvang skömmu síðar en þá blasti við eldhaf sem náði um tólf metra í loftið, að sögn sjónarvotts. Lögregla varaði íbúa í nágrenni við Gufunesveg að loka gluggum þar sem mikinn reyk lagði frá skemmunni. Íbúar í nærliggjandi hverfum lýstu mikilli brunalykt, svo sem í Grafarvogi og Árbæ. Skemman er í eigu Reykjavíkurborgar en TrueNorth hefur leigt hana að undanförnu. Stjórnarformaður TrueNorth segir að í skemmunni hafi mátt finna sögulega muni sem framleiðslufyrirtækið hafi notað í bíómyndum sem erfitt sé að bæta með peningum. Upp úr klukkan 19 hafði slökkvilið náð góðum tökum á eldinum og kallað helming af liði sínu til baka. Um klukkan 21 var að mestu búið að slökkva eldinn og einungis þrír slökkviliðsmenn eftir á svæðinu til að slökkva eldhreiður sem gætu kviknað undir rústunum. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki þá er ráð að endurhlaða síðunni. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar og myndir hérna.
Reykjavík Slökkvilið Stórbruni í Gufunesi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira