Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona mistókst að hrifsa annað sætið í ítölsku B-deildinni af Livorno í kvöld.
Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli á heimavelli Verona. Livorno heldur því tveggja stiga forskoti sínu á Verona.
Emil var í byrjunarliði Verona sem fyrr en fór af velli fimm mínútum fyrir leikslok.
Gullið tækifæri í súginn hjá Emil og félögum
