Fótbolti

De Gea valinn í spænska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David De Gea.
David De Gea. Mynd/NordicPhotos/Getty
David De Gea, markvörður Manchester United, var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir komandi leiki á móti Finnlandi og Frakklandi í undankeppni HM 2014. De Gea hefur verið valinn í hóp áður en á enn eftir að spila landsleik.

Hinn 22 ára gamli De Gea er einn af þremur markvörðum spænska liðsins en hinir tveir eru Pepe Reina og Victor Valdes. De Gea kemur inn fyrir Iker Casillas sem er meiddur.

Fernando Torres, framherji Chelsea, og Javi Martinez, miðjumaður Bayern München, komast ekki í spænska landsliðið að þessu sinni en þeir Cesar Azpilicueta (Chelsea), Javi Garcia (Manchester City) og Isco (Malaga) eru allir í hópnum.

Spánverjar mæta Frökkum í París 26. mars næstkomandi en liðin eru jöfn á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki. Finnar eru á botninum með eitt stig en Spánverjar mæta þeim eftir eina viku.

Landsliðshópur Spánverja:

Markmenn: Victor Valdes (Barcelona), Pepe Reina (Liverpool), David De Gea (Manchester United)

Varnarmenn: Sergio Ramos (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Cesar Azpilicueta (Chelsea), Jordi Alba (Barcelona), Alvaro Arbeloa (Real Madrid), Ignacio Monreal (Arsenal), Raul Albiol (Real Madrid)

Miðjumenn: Andres Iniesta (Barcelona), Cesc Fabregas (Barcelona), Sergio Busquets (Barcelona), Santi Cazorla (Arsenal), Xavi (Barcelona), Isco (Malaga), Xabi Alonso (Real Madrid), Javi Garcia (Manchester City)

Framherjar: David Villa (Barcelona), David Silva (Manchester City), Alvaro Negredo (Sevilla), Pedro (Barcelona), Juan Mata (Chelsea), Jesus Navas (Sevilla).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×