Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2013 10:36 Vettel var gríðarlega öflugur á æfingunum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms." Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms."
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira