Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2013 10:36 Vettel var gríðarlega öflugur á æfingunum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms." Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms."
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira