Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Kristján Hjálmarsson skrifar 12. mars 2013 15:55 Yfirlitskort yfir Árbótar- og Tjarnarsvæðið. Margir góðir veiðistaðir eru á svæðinu. Mynd/SVFR Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011. Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði
Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011.
Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði