Handbolti

Stökk fram af brú vegna taps liðsins síns

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Markvörður Buducnost, Clara Woltering, er hugguð af liðsfélaga sínum eftir tapið um helgina.
Markvörður Buducnost, Clara Woltering, er hugguð af liðsfélaga sínum eftir tapið um helgina. Nordic Photos / AFP
Eldheitur stuðningsmaður handboltaliðsins Buducnost stökk fram af brú í Podgorica í Svartfjallalandi eftir að liðið tapaði mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu.

RK Buducnost hefur verið eitt sterkasta kvennalið Evrópu í handbolta og er ríkjandi Evrópumeistari. Flestir leikmenn liðsins eru einnig í landsliði Svartfellinga sem er núverandi Evrópumeistari.

Liðið mun þó ekki verja titil sinn í Meistaradeildinni þetta árið. Buducnost tapaði fyrir ungverska liðinu Györ á sunnudag en með því varð ljóst að liðið kemst ekki áfram í undanúrslit keppninnar.

Almir Ajdarpasic er 21 árs gamall stuðningsmaður liðsins og var svo óánægður með tap liðsins að hann stökk framan af brú í Moraca-ána á heimleið frá leiknum. Honum varð þó ekki meint af og synti í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×