Fjögurra strokka Mustang Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 13:45 Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent
Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent