Juventus náði í dag níu stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann þá nauman sigur á meðan liðið í öðru sæti, Napoli, missteig sig.
Juventus vann 1-0 heimasigur á Catania. Emunele Giaccherini skoraði markið í uppbótartíma.
Á sama tíma mátti Napoli sætta sig við tap, 2-0, á útivelli gegn Chievo.
Juve er með 62 stig á toppnum en Napoli er með 53. AC Milan er svo í þriðja sæti með 51 stig.
Juventus að stinga af á Ítalíu

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



