Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2013 10:52 Ebba Guðný Guðmundsdóttir og fjölskylda hennar eru miklir vinir Oscars Pistorius. Mynd/ Valli. Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. „Við höfum fengið einstaka skilaboð frá honum sem ég veit að hann hefur sent okkur af því hann veit að okkur þykir vænt um hann og höfum áhyggjur af honum. Við sendum honum reglulega styrkjandi skilaboð. Það er skemmst frá því að segja að hann er bugaður af sorg og syrgir Reevu mjög. Þegar hann skrifar þakkar hann okkur fyrir að biðja fyrir fjölskyldu Reevu og fjölskyldu sinni og fyrir stuðninginn og segir hann skipta sig miklu og hjálpa sér að komast í gegnum þessa martröð. Það sem hjálpar honum mest núna, held ég, er að hann er trúaður mjög, Suður-Afríku menn eru það jafn- an og ég veit að hann heldur sig nálægt Guði með bænum sínum og finnur þar skjól," segir Ebba Guðný. Ebba Guðný segir að Oscar sé góðviljaður maður og vilji láta gott af sér leiða. „Þrátt fyrir frægð og frama og þétta dagskrá hefur hann alltaf gefið sér tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann er hugrakkur, skemmtilegur, hlýr og réttsýnn. Það er ekkert illt í honum. Ég bið að með tímanum læri hann að fyrirgefa sér. Það er ekki vafi í mínum huga að þetta var slys" segir hún. Ebba Guðný segir að þeegar hún og Haddi, maðurinn hennar, lásu fréttina hafi viðbrögð þeirra verið svo ýkt að börn þeirra tvö, Hanna og Hafliði, hafi strax séð að eitthvað hræðilegt hafði gerst. „Ég sagði þeim þess vegna hvað var, að Oscar hefði drepið kærustu sína um nóttina, haldið að hún væri þjófur. Við höfum búið í Suður-Afríku og þekkjum aðstæðurnar, þau tvö vissu aðeins um glæpina þó við reyndum ávallt að halda slíkum sögum frá þeim, þar sem við bjuggum á öruggara svæði en Oscar. Fyrir þeim var þetta afgreitt af því að þetta var óvart. Þau hvorki dæma né dvelja við þetta og skilja heldur ekki vel afleiðingarnar, sem er ágætt. Hvað varðar Hafliða, þá hefur hann aldrei ætlað að verða Oscar eða eins og Oscar. Oscar gaf honum og okkur miklu dýrmætari gjöf en það. Hann sýndi Hafliða að hann er ekki einn og að hann eigi ávallt að vera ánægður með sig. Það er svalt að hafa engar fætur, svalt að vera öðruvísi og þetta skiptir í raun engu máli. Maður getur gert það sem maður vill þó maður sé fótalaus. Það dýrmætasta sem maður á er í hjartanu. Hafliði skiptir um skoðun vikulega varðandi hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór," segir Ebba Guðný. Vðtal Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur við Ebbu Guðnýju má lesa í heild í Lífinu. Oscar Pistorius Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. „Við höfum fengið einstaka skilaboð frá honum sem ég veit að hann hefur sent okkur af því hann veit að okkur þykir vænt um hann og höfum áhyggjur af honum. Við sendum honum reglulega styrkjandi skilaboð. Það er skemmst frá því að segja að hann er bugaður af sorg og syrgir Reevu mjög. Þegar hann skrifar þakkar hann okkur fyrir að biðja fyrir fjölskyldu Reevu og fjölskyldu sinni og fyrir stuðninginn og segir hann skipta sig miklu og hjálpa sér að komast í gegnum þessa martröð. Það sem hjálpar honum mest núna, held ég, er að hann er trúaður mjög, Suður-Afríku menn eru það jafn- an og ég veit að hann heldur sig nálægt Guði með bænum sínum og finnur þar skjól," segir Ebba Guðný. Ebba Guðný segir að Oscar sé góðviljaður maður og vilji láta gott af sér leiða. „Þrátt fyrir frægð og frama og þétta dagskrá hefur hann alltaf gefið sér tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann er hugrakkur, skemmtilegur, hlýr og réttsýnn. Það er ekkert illt í honum. Ég bið að með tímanum læri hann að fyrirgefa sér. Það er ekki vafi í mínum huga að þetta var slys" segir hún. Ebba Guðný segir að þeegar hún og Haddi, maðurinn hennar, lásu fréttina hafi viðbrögð þeirra verið svo ýkt að börn þeirra tvö, Hanna og Hafliði, hafi strax séð að eitthvað hræðilegt hafði gerst. „Ég sagði þeim þess vegna hvað var, að Oscar hefði drepið kærustu sína um nóttina, haldið að hún væri þjófur. Við höfum búið í Suður-Afríku og þekkjum aðstæðurnar, þau tvö vissu aðeins um glæpina þó við reyndum ávallt að halda slíkum sögum frá þeim, þar sem við bjuggum á öruggara svæði en Oscar. Fyrir þeim var þetta afgreitt af því að þetta var óvart. Þau hvorki dæma né dvelja við þetta og skilja heldur ekki vel afleiðingarnar, sem er ágætt. Hvað varðar Hafliða, þá hefur hann aldrei ætlað að verða Oscar eða eins og Oscar. Oscar gaf honum og okkur miklu dýrmætari gjöf en það. Hann sýndi Hafliða að hann er ekki einn og að hann eigi ávallt að vera ánægður með sig. Það er svalt að hafa engar fætur, svalt að vera öðruvísi og þetta skiptir í raun engu máli. Maður getur gert það sem maður vill þó maður sé fótalaus. Það dýrmætasta sem maður á er í hjartanu. Hafliði skiptir um skoðun vikulega varðandi hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór," segir Ebba Guðný. Vðtal Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur við Ebbu Guðnýju má lesa í heild í Lífinu.
Oscar Pistorius Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira