Ford borgar 23,6 milljónir á mann og lokar í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2013 00:01 Með síðustu bílum Ford sem smíðaðir verða í Genk Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent