Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 14:15 Vettel umkringdur blaða og fréttamönnum í Malasíu í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira