Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. apríl 2013 08:30 Þingvallavatn hefur aðdráttarafl fyrir alla veiðimenn. „Það fara algjörlega saman, viðhorf hinna betri veiðimanna, og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum," segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Ólafur mun í dag í umboði formanns Þingvallanefndar ræða bæði við fulltrúa Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) og stjórnarmenn í Landssambandi Stangaveiðifélaga (LS). Báðir þessir aðilar hörmuðu í gær ákvörðun Þingvallanefndar um næturveiðibannið.Lætur ekki lífríkið reka á reiðanum „Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu," sagði stjórn LS og lýsti sig reiðubúna til að ræða við nefndina til að fá ákvörðuninni breytt. „Við skulum sjá hvort við finnum ekki sameiginlega lausn á þessu máli sem við erum öll svo áhugasöm um en það þýðir ekkert að við ætlum bara að hætta við þetta – það verða allir að leggja eitthvað á borð með sér," segir Ólafur og undirstrikar að Þingvallavatn sé einstakt lífríki á heimsvísu. Því fylgi ábyrgð. „Þetta hefur fengið að reka á reiðanum og ég er ákveðinn í að stöðva það."Menn spari stóru orðin Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segist vongóður um jákvæða niðurstöðu í málinu sem hann segir verða rætt á opinn og uppbyggilegan máta. „Ég held að við hljótum að geta fundið leiðir til að leysa þetta mál. Ef það eru einhverjir veiðimenn sem haga sér illa, hvort sem er með beitu eða ólæti, þá munum við hinir ekkert líða það. Þannig að við og Þingvallanefnd eigum bara að vera samferða í þessu máli. Mér finnst að menn ættu að spara stóru orðin og leysa þetta," segir Bjarni.Mávar og veiðimenn í veiðivörslu Þá segir Bjarni „góða og sanna" veiðimenn vera bestu veiðiverðina. „Meira en 99 prósent þeirra sem fara til veiða í Þingvallavatni eru þægir og prúðir. Þeir sjá strax hvort það er eitthvað óeðlilegt á staðnum," fullyrðir formaður SVFR. „Síðan má benda á að á er önnur týpa af veiðivörðum við Þingvallavatn: Það eru mávarnir. Um leið og menn byrja að taka upp makrílinn og kasta honum er mávagerið komið beint yfir þá," heldur Bjarni áfram.Gráu bætt ofan á svart Viktor Guðmundsson, formaður LS, segir stjórnamennina sem hitta þjóðgarðsvörð í dag munu leita svara við nokkrum spurningum. „Mér finnst skrítið að vera að setja þessar reglur ef það er ekki ljóst hvort eftirlitið verður aukið eða ekki. Þau segja að það sé ekkert fjármagn til að hafa eftirlit en hvernig ætla þau þá að framfylgja þessum reglum?" spyr Viktor. Þá segir Viktor Þingvallanefnd hafa bætt gráu ofan á svart með því hækka veiðileyfin úr 1.500 krónum í 2.000 krónur fyrir daginn.Ekki pælt í afleiðingunum „Það er sótt að veiðimönnum með því að gera þessa tvo hluti á einu bretti án þess að vera nokkuð að pæla í afleiðingunum," segir Viktor sem kveðst telja að leysa megi málin. „Það er alveg klárt að það eru einhverjir þarna með beitu. En mér finnst að það eigi að vera hægt að útrýma því. Ég held að þetta sé ekki risastórt vandamál en það bitnar á öllum hinum sem eru þarna. Meirihluti veiðimanna er með lögleg verkfæri," segir Viktor Guðmundsson. Stangveiði Mest lesið Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði
„Það fara algjörlega saman, viðhorf hinna betri veiðimanna, og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum," segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Ólafur mun í dag í umboði formanns Þingvallanefndar ræða bæði við fulltrúa Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) og stjórnarmenn í Landssambandi Stangaveiðifélaga (LS). Báðir þessir aðilar hörmuðu í gær ákvörðun Þingvallanefndar um næturveiðibannið.Lætur ekki lífríkið reka á reiðanum „Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu," sagði stjórn LS og lýsti sig reiðubúna til að ræða við nefndina til að fá ákvörðuninni breytt. „Við skulum sjá hvort við finnum ekki sameiginlega lausn á þessu máli sem við erum öll svo áhugasöm um en það þýðir ekkert að við ætlum bara að hætta við þetta – það verða allir að leggja eitthvað á borð með sér," segir Ólafur og undirstrikar að Þingvallavatn sé einstakt lífríki á heimsvísu. Því fylgi ábyrgð. „Þetta hefur fengið að reka á reiðanum og ég er ákveðinn í að stöðva það."Menn spari stóru orðin Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segist vongóður um jákvæða niðurstöðu í málinu sem hann segir verða rætt á opinn og uppbyggilegan máta. „Ég held að við hljótum að geta fundið leiðir til að leysa þetta mál. Ef það eru einhverjir veiðimenn sem haga sér illa, hvort sem er með beitu eða ólæti, þá munum við hinir ekkert líða það. Þannig að við og Þingvallanefnd eigum bara að vera samferða í þessu máli. Mér finnst að menn ættu að spara stóru orðin og leysa þetta," segir Bjarni.Mávar og veiðimenn í veiðivörslu Þá segir Bjarni „góða og sanna" veiðimenn vera bestu veiðiverðina. „Meira en 99 prósent þeirra sem fara til veiða í Þingvallavatni eru þægir og prúðir. Þeir sjá strax hvort það er eitthvað óeðlilegt á staðnum," fullyrðir formaður SVFR. „Síðan má benda á að á er önnur týpa af veiðivörðum við Þingvallavatn: Það eru mávarnir. Um leið og menn byrja að taka upp makrílinn og kasta honum er mávagerið komið beint yfir þá," heldur Bjarni áfram.Gráu bætt ofan á svart Viktor Guðmundsson, formaður LS, segir stjórnamennina sem hitta þjóðgarðsvörð í dag munu leita svara við nokkrum spurningum. „Mér finnst skrítið að vera að setja þessar reglur ef það er ekki ljóst hvort eftirlitið verður aukið eða ekki. Þau segja að það sé ekkert fjármagn til að hafa eftirlit en hvernig ætla þau þá að framfylgja þessum reglum?" spyr Viktor. Þá segir Viktor Þingvallanefnd hafa bætt gráu ofan á svart með því hækka veiðileyfin úr 1.500 krónum í 2.000 krónur fyrir daginn.Ekki pælt í afleiðingunum „Það er sótt að veiðimönnum með því að gera þessa tvo hluti á einu bretti án þess að vera nokkuð að pæla í afleiðingunum," segir Viktor sem kveðst telja að leysa megi málin. „Það er alveg klárt að það eru einhverjir þarna með beitu. En mér finnst að það eigi að vera hægt að útrýma því. Ég held að þetta sé ekki risastórt vandamál en það bitnar á öllum hinum sem eru þarna. Meirihluti veiðimanna er með lögleg verkfæri," segir Viktor Guðmundsson.
Stangveiði Mest lesið Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði