Unnið að kveðjuleik fyrir Óla Stef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2013 17:15 Ólafur Stefánsson Mynd/Anton „Sú vinna hefur verið í gangi síðan í desember," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands um kveðjuleik fyrir Ólaf Stefánsson. Töluverð umræða hefur spunnist um mögulegan kveðjuleik í kjölfar pistils sem Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, ritaði í dag. Þar stingur Víðir uppá því að Ólafur verði kvaddur með virtum þegar Íslendingar mæta Rúmenum í Laugardalshöll 16. júní í lokaleik riðilsins í undankeppni EM. „Það breytast forsendur á milli leikja. Það breyttist eitthvað í gær. Það eru ákveðnar útgáfur af þessu sem við erum að velta fyrir okkur," segir Einar og vill ekki fara nákvæmlega út í hugmyndavinnuna sem stendur yfir hjá HSÍ. Einar játar því að vangavelturnar snúist um það hvort setja eigi upp sérstakan kveðjuleik eða kveðja eigi Ólaf í keppnisleik. Sigur á útivelli gegn Hvít-Rússum 12. júní myndi tryggja Íslendingum efsta sæti riðilsins í undankeppni EM. Því væri tækifæri til þess að bregða útaf vananum og kalla inn Ólaf sem hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Einar er þó þögull sem gröfin varðandi hvenær niðurstöðu sé að vænta. „Þegar við erum búnir að ná utan um það sem við erum að gera. Næst eru þessir leikir gegn Hvít-Rússum úti og Rúmenum heima. Þegar við höfum áttað okkur á stöðunni á þessu getum við farið að ræða þetta eitthvað," segir Einar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland á EM eftir frábæran sigur Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. 7. apríl 2013 15:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
„Sú vinna hefur verið í gangi síðan í desember," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands um kveðjuleik fyrir Ólaf Stefánsson. Töluverð umræða hefur spunnist um mögulegan kveðjuleik í kjölfar pistils sem Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, ritaði í dag. Þar stingur Víðir uppá því að Ólafur verði kvaddur með virtum þegar Íslendingar mæta Rúmenum í Laugardalshöll 16. júní í lokaleik riðilsins í undankeppni EM. „Það breytast forsendur á milli leikja. Það breyttist eitthvað í gær. Það eru ákveðnar útgáfur af þessu sem við erum að velta fyrir okkur," segir Einar og vill ekki fara nákvæmlega út í hugmyndavinnuna sem stendur yfir hjá HSÍ. Einar játar því að vangavelturnar snúist um það hvort setja eigi upp sérstakan kveðjuleik eða kveðja eigi Ólaf í keppnisleik. Sigur á útivelli gegn Hvít-Rússum 12. júní myndi tryggja Íslendingum efsta sæti riðilsins í undankeppni EM. Því væri tækifæri til þess að bregða útaf vananum og kalla inn Ólaf sem hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Einar er þó þögull sem gröfin varðandi hvenær niðurstöðu sé að vænta. „Þegar við erum búnir að ná utan um það sem við erum að gera. Næst eru þessir leikir gegn Hvít-Rússum úti og Rúmenum heima. Þegar við höfum áttað okkur á stöðunni á þessu getum við farið að ræða þetta eitthvað," segir Einar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland á EM eftir frábæran sigur Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. 7. apríl 2013 15:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Ísland á EM eftir frábæran sigur Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. 7. apríl 2013 15:15