Alexander kom Djúpmönnum á bragðið eftir aðeins níu mínútna leik á Leiknisvelli í Breiðholti. Hann fékk þá boltann rétt fyrir framan miðju á vallarhelmingi Stólanna. Eftir smá knattrak lét Alexander vaða á markið og boltinn söng í markvinklinum.
Hafsteinn Rúnar Helgason og Matthías Kroknes Jóhannsson bættu forskotið með mörkum hvort í sínum hálfleiknum.
Myndband af mörkum Alexanders og Hafsteins má sjá hér að neðan.