Það dugði ekki AC Milan að komast í 2-0 og spila manni fleiri í fimmtíu mínútur þegar Fiorentina og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag.
Adem Ljajić (64. mínúta) og David Pizarro (73. mínúta) tryggðu Fiorentina 2-2 jafntefli með því að skora úr tveimur vítaspyrnum á síðustu 25 mínútum leiksins.
AC Milan er því áfram í 3. sæti deildarinnar nú einu stigi á eftir Napoli sem spilar við Genoa seinna í dag. Fiorentina er í 4. sætinu sex stigum á eftir AC Milan.
Serbinn Nenad Tomović fékk beint rautt spjalda á 40. mínútu en var þá Riccardo Montolivo búinn að koma AC Milan í 1-0 (14. mínúta). Montolivo lagði síðan upp mark fyrir Mathieu Flamini á 62. mínútu og allt leit út fyrir fimmta deildarsigur AC Milan í röð.
Fiorentina átti hinsvegar lokaorðið og tryggði sér jafntefli. Þetta var söguleg endurkoma hjá Fiorentína-liðinu því þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem liðið vinnur upp 2-0 forskot á móti AC Milan, Juventus eða Internazionale.
AC Milan missti niður 2-0 forystu manni fleiri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



