Hellas Verona er enn í góðri stöðu í ítölsku B-deildinni eftir 2-1 sigur á Ternana á heimavelli í dag.
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn og lagði upp síðara mark sinna manna með fyrirgjöf frá vinstri kantinum.
Hellas Verona komst í 2-0 snemma í síðari hálfleik en Ternana minnkaði muninn um miðjan hálfleikinn. Nær komust gestirnir þó ekki.
Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig, eins og Livorno sem er með örlítið betra markahlutfall. Sassuolo er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar, þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Novara á útivelli í dag.
Tvö efstu liðin komast beint upp og því spennandi lokasprettur fram undan hjá Livorno og Verona. Næstu lið eru tíu stigum á eftir.
Emil lagði upp mark í mikilvægum sigri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



