Fótbolti

Real lenti undir en vann stórsigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid lenti ekki í teljandi vandræðum með Levante þegar að liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í dag og vann 5-1 sigur.

Levante komst reyndar yfir á 31. mínútu með marki Michel en heimamenn í Madríd voru ekki nema fimm mínútur að jafna. Gonzalo Higuain gerði það og þremur mínútum síðar kom Kaka Real yfir með marki úr vítaspyrnu.

Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum í dag en kom inn á í hálfleik. Hann skoraði þriðja mark sinna manna á 84. mínútu áður en Mesut Özil skoraði tvívegis í lok leiksins.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku deildarinnar með 65 stig, tíu stigum á eftir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×