37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Trausti Hafliðason skrifar 4. apríl 2013 13:00 Árni Jóhannesson, eða doktorinn eins og hann er kallaður á meðal mokveiðimanna, sést hér með fallegan sjóbirting sem tók bláa kröflu. Mynd / Mokveiðifélagið Opnunarhollið í Húseyjarkvísl landaði 37 sjóbirtingum og voru flestir á bilinu 55 til 70 sentímetra langir. Eins og undanfarin ár var það Mokveiðifélagið, félagsskapur nokkurra valinkunnra veiðimanna, sem opnaði Húseyjarvísl. „Þetta gekk svona allt í lagi," segir Hörður Birgir Hafsteinsson, mokveiðimaður og stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í samtali við Veiðivísi. „Þegar við komum vorum við mjög bjartsýnir því það var enginn ís og áin öll opin. Það er ekki endilega venjan þegar við komum þarna 1. apríl."Straumrastir niður hylina„Veðrið gerði okkur svolítið erfitt fyrir, það var mikil sól og logn nánast allan tímann og að því leyti voru aðstæður því nokkuð erfiðar. Fiskurinn var mjög styggur og oftar en ekki sáum við straumrastir eftir hann niður hylina þegar við köstuðum. Þetta lagaðist síðan þegar það dró fyrir sólu - þá fóru þeir að taka." Hörður Birgir segir að í heildina hafi veiðin verið svona svipuð og undanfarin ár. Mokveiðimennirnir veiddu frá mánudegi og fram að hádegi í gær, miðvikudag eða heilan, heilan, hálfan. Það eru þrjár stangir í Húseyjarkvísl. Áin fellur í kvísl Hérðasvatna um 19 kílómetra frá sjó. Hún á upptök sín á hálendinu sunnan við Mælifellshnjúk og rennur um sléttlendi Skagafjarðar. Í ánni veiðist vænn urriði, bleikja og sjóbirtingur og stundum krækja menn jafnvel í lax. Mokveiðifélagið mun birta myndir frá þessari ferð á vefsíðunni veidimenn.com í kvöld eða í fyrramálið.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði
Opnunarhollið í Húseyjarkvísl landaði 37 sjóbirtingum og voru flestir á bilinu 55 til 70 sentímetra langir. Eins og undanfarin ár var það Mokveiðifélagið, félagsskapur nokkurra valinkunnra veiðimanna, sem opnaði Húseyjarvísl. „Þetta gekk svona allt í lagi," segir Hörður Birgir Hafsteinsson, mokveiðimaður og stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í samtali við Veiðivísi. „Þegar við komum vorum við mjög bjartsýnir því það var enginn ís og áin öll opin. Það er ekki endilega venjan þegar við komum þarna 1. apríl."Straumrastir niður hylina„Veðrið gerði okkur svolítið erfitt fyrir, það var mikil sól og logn nánast allan tímann og að því leyti voru aðstæður því nokkuð erfiðar. Fiskurinn var mjög styggur og oftar en ekki sáum við straumrastir eftir hann niður hylina þegar við köstuðum. Þetta lagaðist síðan þegar það dró fyrir sólu - þá fóru þeir að taka." Hörður Birgir segir að í heildina hafi veiðin verið svona svipuð og undanfarin ár. Mokveiðimennirnir veiddu frá mánudegi og fram að hádegi í gær, miðvikudag eða heilan, heilan, hálfan. Það eru þrjár stangir í Húseyjarkvísl. Áin fellur í kvísl Hérðasvatna um 19 kílómetra frá sjó. Hún á upptök sín á hálendinu sunnan við Mælifellshnjúk og rennur um sléttlendi Skagafjarðar. Í ánni veiðist vænn urriði, bleikja og sjóbirtingur og stundum krækja menn jafnvel í lax. Mokveiðifélagið mun birta myndir frá þessari ferð á vefsíðunni veidimenn.com í kvöld eða í fyrramálið.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði