Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. apríl 2013 15:24 Mynd/Anton Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. Í kvöld mættust liðin sem enduðu í efsta og fjórða sæti deildarinnar. Keflavík vann deildina með töluverðum yfirburðum á meðan Valsliðið komst nokkuð örugglega í úrslitakeppnina, sex stigum fyrir ofan næsta lið. Liðin mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og skiptu liðin þar jöfn. Keflavíkingar unnu fyrstu tvo leikina en Valsarar unnu báða leiki liðanna í deildarkeppninni á þessu ári. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að bæði lið voru stressuð og var fátt um fína sóknartilburði á upphafsmetrunum. Valsliðið var fljótara af stað og náðu forskotinu í stöðunni 6-4. Þá tók við glæsilegur kafli Keflvíkinga sem teygði sig inn í annan leikhluta þar sem þær skoruðu 21 stig gegn 9 stigum gestanna. Valskonur virtust vakna við það og minnkuðu muninn niður í eitt stig rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en góður kafli Keflvíkinga kom muninum aftur upp í 6 stig í hálfleik, 35-29 fyrir Keflavík. Valskonur voru eflaust ekki allt of svekktar með þá stöðu eftir að hafa tapað 18 boltum í fyrri hálfleik gegn aðeins 7 töpuðum boltum Keflvíkinga. Keflvíkingar byrjuðu þriðja leikhlutann betur og komu þær muninum aftur upp í 11 stig en þá virtist Valsliðið vakna aftur. Þær hófu að saxa á forskot Keflvíkinga sem var aðeins tvö stig eftir þriðja leikhluta, 46-44 fyrir Keflavík. Það tók Valsliðið aðeins eina mínútu í fjórða leikhluta að ná forskotinu sem þær slepptu aldrei úr hendi sér. Þær juku smátt og smátt muninn út leikinn og unnu að lokum öruggan sigur. Gríðarlega sterkur sigur hjá Valskonum sem taka forystuna í einvíginu. Þrjá sigra þarf til að vinna rimmuna svo það er nóg eftir fyrir Keflavík. Í liði Keflvíkinga var Pálína Gunnlaugsdóttir atkvæðamest með 21 stig en í Valsliðinu var Hallveig Jónsdóttir með 17 stig ásamt því að Jaleesa Butler setti niður 14 stig, tók 19 fráköst og varði 7 bolta.Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 21/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Jessica Ann Jenkins 8/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/7 fráköst/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 1/5 fráköst.Valur: Hallveig Jónsdóttir 17/4 fráköst, Jaleesa Butler 14/19 fráköst/5 stoðsendingar/7 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/11 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/11 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 3/5 stoðsendingar Hallveig: Vorum smeykar í upphafi„Þessi sigur gæti verið mjög stór og hann gæti ekki skipt neinu máli, það fer allt eftir því hvernig þær mæta í næsta leik," sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær mæta örugglega mjög grimmar og við verðum að mæta ennþá grimmari í þann leik," Leikurinn var lengi af stað og var greinilegt að bæði liðin voru taugatrekkt. „Leikurinn byrjaði mjög illa, við vorum hræddar og smeykar en við rifum okkur upp úr því og spiluðum vel." „Við erum orðnar vanar því að lenda undir virðist vera og höndlum það vel. Við klárum oft þannig leiki svo við vorum alveg rólegar," sagði Hallveig. Pálína: Mjög slakt„Þetta var mjög slakt ef ég á að taka vægt til orða, mér finnst mjög skrýtið að við höfum ekki mætt betur undirbúnar en þetta," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. „Það var mikil spenna, við erum með ungt lið og margar stelpur sem eru að fara í úrslitakeppni í fyrsta sinn," Keflavík leiddu í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja eftir þeirri frammistöðu. „Við hefðum mátt nýta okkur betur að við töpuðum aðeins sjö boltum en Valur átján í fyrri hálfleik. Mér finnst líka alveg hrikalegt að hafa ekki náð að fylgja eftir í seinni hálfleik." „Ég á eiginlega ekki til orð yfir frammistöðu Keflavíkur í dag og sjálfri mér, þetta er sennilega slakasti leikurinn okkar til þessa. Ég ætla að vona að við girðum okkur í brók og gerum það sem við erum að æfa. Við eigum að geta spilað miklu betri varnar- og sóknarleik," Pálína var ekki að stressa sig á að hafa tapað heimavallaréttinum. „Fólk talar oft um þetta en ég vill ekki meina það. Við höfum spilað betur á útivelli heldur en heima í ár og við getum alveg farið í Valsheimilið og sigrað svo ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pálína. Ágúst: Rosaleg rimma framundan„Við mættum ekki til leiks eins og við vildum, við spiluðum afleitann sóknarleik í fyrri hálfleik," sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari Vals eftir leikinn. Valsliðið tapaði 18 boltum í fyrri hálfleik en vann það upp með því að taka mun fleiri fráköst en Keflvíkingar. „Við töpuðum mikið af boltum og vorum að taka erfið skot í sókninni en vörnin hélt okkur inn í þessu. Við fráköstuðum mjög vel og það hélt okkur inn í leiknum. Fráköst og tapaðir boltar telja gríðarlega til að fá fleiri skot í körfubolta," „Það voru bæði lið að klúðra skotum sem venja er að klára. Eflaust einhver spenna og tilhlökkun en leikmennirnir hristu það af sér þegar fyrsti leikhlutinn var búinn." „Mér leist ekkert á blikuna, við vorum í vandræðum að ná góðum skotum. Þegar við náðum skotunum sem við vildum voru þau að detta og um leið og við fórum að fá fleiri skot þá varð maður rólegri," Liðin hafa mæst sex sinnum á tímabilinu og hafa bæði liðin unnið þrjá sigra. „Þetta eru mjög jöfn og góð lið þannig að þetta verður rosaleg rimma framundan," sagði Ágúst að lokum.Leik lokið - Keflavík 54 - Valur 64: Flottur karakter hjá Valsliðinu, rifu sig upp eftir erfiðleika í fyrri hálfleik og taka forystuna í einvíginu. Fjórði leikhluti: Átta stiga munur þegar rúm mínúta er eftir og gestirnir með boltann. Tvö stig hér færu ansi langt með að klára leikinn. Keflavík 54 - 62 Valur. Fjórði leikhluti: Keflvíkingum gengur illa að saxa á forskot Valsliðsins, þær þurfa einfaldlega á vörn að halda núna þegar 3 mínútur eru eftir. Keflavík 54 - 60 Valur. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn upp í sex stig þegar tæplega fimm mínútur eru eftir. Keflavík 52 - 58 Valur. Fjórði leikhluti: Hallveig Jónsdóttir með tvo þrista á stuttum tíma og er stigahæst í Valsliðinu með 16 stig. Keflavík 50 - 54 Valur. Fjórði leikhluti: Þriggja stiga karfa hjá gestunum og sóknarbrot dæmt á Keflvíkinga. Þetta er stærsta forskot Valsliðsins í leiknum. Keflavík 48 - 51 Valur. Fjórði leikhluti: Gestirnir ná forskotinu þegar rúm mínúta er búin af fjórða leikhluta. Keflvíkingar hafa leitt allt frá fyrsta leikhluta. Keflavík 46 - 48 Valur. Þriðja leikhluta lokið - Keflavík 46 - 44 Valur: Aðeins tveggja stiga munur fyrir seinasta leikhlutann. Pálína öskrar á liðsfélaga sína að halda áfram. Þriðji leikhluti: Munurinn kominn í aðeins tvö stig, þristur og tvö vítaskot á stuttum tíma og það er komin spenna í þetta. Keflavík 44 - 42 Valur. Þriðji leikhluti: Keflvíkingar byrjuðu leikhlutann betur, komust í 42-31 en sex stig í röð frá gestunum heldur spennu í þessu. Keflavík 42 - 37 Valur. Hálfleikstölur: Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst í liði Keflvíkinga með 13 stig, í liði Vals eru Kristrún, Jaleesa og Ragnheiður jafnar með 8 stig hver. Hálfleikur - Keflavík 35 - 29 Valur: Ágætis rispa Keflvíkinga gefur þeim smá svigrúm inn í seinni hálfleikinn. Annar leikhluti: Munurinn kominn niður í aðeins tvö stig. Keflavík 27 - 25 Valur. Annar leikhluti: Gestirnir virðast loksins vaknaðir til lífsins þrátt fyrir að hafa tveimur boltum í viðbót á síðustu 3 mínútum. Góður kafli sem minnkar muninn niður í 7 stig. Keflavík 27 - 20 Valur. Annar leikhluti: Fjórtán tapaðir boltar á aðeins tæplega þrettán mínútum. Það er auðvelt að sjá hvað Valsliðið er að gera vitlaust, þær eru að vinna frákastabaráttuna en verða að laga sendingarnar. Keflavík 25 - 12 Valur. Annar leikhluti: Valsliðið ekki ennþá vaknað, þær voru með forystuna í stöðunni 6-4 en Keflvíkingar hafa snúið taflinu við. Keflavík 17 - 8 Valur. Fyrsta leikhluta lokið - Keflavík 12 - 8 Valur: Gestirnir byrjuðu betur en Keflvíkingar tóku við sér og lokuðu fyrsta leikhluta á 8-2 rispu og taka forskotið inn í annan leikhluta. Fyrsti leikhluti: Tæknivilla dæmd á Jaleesu Butler, hún vildi fá fót á Keflvíkinga þegar hún náði ekki að komast á vallarhelming Keflvíkinga á 8 sekúndum. Keflavík 10 - 6 Valur. Fyrsti leikhluti: Birna Valgarðsdóttir með tvær körfur á skömmum tíma og Keflvíkingar taka forskotið. Keflavík 8 - 6 Valur. Fyrsti leikhluti: Keflvíkingar reyna að tvöfalda á Jaleesu Butler í liði Vals þegar hún er með boltann, hún er dugleg að finna liðsfélaga sína opna en skotin eru ekki enn að detta. Keflavík 2 - 4 Valur. Fyrsti leikhluti: Leikhlé þegar aðeins 4:25 eru búnar af fyrsta leikhluta. Báðum liðunum gengur illa í sóknarleiknum og vilja eflaust báðir þjálfarar fínpússa sóknarleikinn. Keflavík 2 - 2 Valur. Fyrsti leikhluti: Bæði liðin reyna að keyra mikið inn á körfuna fyrstu mínútur leiksins en liðin verjast því vel. Enn stigalaust eftir tæplega tvær mínútur. Fyrsti leikhluti: Leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Liðin mættust einnig í úrslitaleik bikarsins í febrúar, þar fóru Keflavíkingar með sigur af hólmi 68-60. Fyrir leik: Liðin mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og skiptu liðin þar jöfn. Keflavíkingar unnu fyrstu tvo leikina en Valsarar unnu báða leiki liðanna í deildarkeppninni á þessu ári. Fyrir leik: Hér í kvöld mætast liðin sem enduðu í efsta og fjórða sæti deildarinnar. Keflavík vann deildina með töluverðum yfirburðum á meðan Valsliðið komst nokkuð örugglega í úrslitakeppnina, sex stigum fyrir ofan næsta lið. Fyrir leik: Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta leik í undanúrslitum Domino's deild kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira
Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. Í kvöld mættust liðin sem enduðu í efsta og fjórða sæti deildarinnar. Keflavík vann deildina með töluverðum yfirburðum á meðan Valsliðið komst nokkuð örugglega í úrslitakeppnina, sex stigum fyrir ofan næsta lið. Liðin mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og skiptu liðin þar jöfn. Keflavíkingar unnu fyrstu tvo leikina en Valsarar unnu báða leiki liðanna í deildarkeppninni á þessu ári. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að bæði lið voru stressuð og var fátt um fína sóknartilburði á upphafsmetrunum. Valsliðið var fljótara af stað og náðu forskotinu í stöðunni 6-4. Þá tók við glæsilegur kafli Keflvíkinga sem teygði sig inn í annan leikhluta þar sem þær skoruðu 21 stig gegn 9 stigum gestanna. Valskonur virtust vakna við það og minnkuðu muninn niður í eitt stig rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en góður kafli Keflvíkinga kom muninum aftur upp í 6 stig í hálfleik, 35-29 fyrir Keflavík. Valskonur voru eflaust ekki allt of svekktar með þá stöðu eftir að hafa tapað 18 boltum í fyrri hálfleik gegn aðeins 7 töpuðum boltum Keflvíkinga. Keflvíkingar byrjuðu þriðja leikhlutann betur og komu þær muninum aftur upp í 11 stig en þá virtist Valsliðið vakna aftur. Þær hófu að saxa á forskot Keflvíkinga sem var aðeins tvö stig eftir þriðja leikhluta, 46-44 fyrir Keflavík. Það tók Valsliðið aðeins eina mínútu í fjórða leikhluta að ná forskotinu sem þær slepptu aldrei úr hendi sér. Þær juku smátt og smátt muninn út leikinn og unnu að lokum öruggan sigur. Gríðarlega sterkur sigur hjá Valskonum sem taka forystuna í einvíginu. Þrjá sigra þarf til að vinna rimmuna svo það er nóg eftir fyrir Keflavík. Í liði Keflvíkinga var Pálína Gunnlaugsdóttir atkvæðamest með 21 stig en í Valsliðinu var Hallveig Jónsdóttir með 17 stig ásamt því að Jaleesa Butler setti niður 14 stig, tók 19 fráköst og varði 7 bolta.Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 21/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Jessica Ann Jenkins 8/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/7 fráköst/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 1/5 fráköst.Valur: Hallveig Jónsdóttir 17/4 fráköst, Jaleesa Butler 14/19 fráköst/5 stoðsendingar/7 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/11 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/11 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 3/5 stoðsendingar Hallveig: Vorum smeykar í upphafi„Þessi sigur gæti verið mjög stór og hann gæti ekki skipt neinu máli, það fer allt eftir því hvernig þær mæta í næsta leik," sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær mæta örugglega mjög grimmar og við verðum að mæta ennþá grimmari í þann leik," Leikurinn var lengi af stað og var greinilegt að bæði liðin voru taugatrekkt. „Leikurinn byrjaði mjög illa, við vorum hræddar og smeykar en við rifum okkur upp úr því og spiluðum vel." „Við erum orðnar vanar því að lenda undir virðist vera og höndlum það vel. Við klárum oft þannig leiki svo við vorum alveg rólegar," sagði Hallveig. Pálína: Mjög slakt„Þetta var mjög slakt ef ég á að taka vægt til orða, mér finnst mjög skrýtið að við höfum ekki mætt betur undirbúnar en þetta," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. „Það var mikil spenna, við erum með ungt lið og margar stelpur sem eru að fara í úrslitakeppni í fyrsta sinn," Keflavík leiddu í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja eftir þeirri frammistöðu. „Við hefðum mátt nýta okkur betur að við töpuðum aðeins sjö boltum en Valur átján í fyrri hálfleik. Mér finnst líka alveg hrikalegt að hafa ekki náð að fylgja eftir í seinni hálfleik." „Ég á eiginlega ekki til orð yfir frammistöðu Keflavíkur í dag og sjálfri mér, þetta er sennilega slakasti leikurinn okkar til þessa. Ég ætla að vona að við girðum okkur í brók og gerum það sem við erum að æfa. Við eigum að geta spilað miklu betri varnar- og sóknarleik," Pálína var ekki að stressa sig á að hafa tapað heimavallaréttinum. „Fólk talar oft um þetta en ég vill ekki meina það. Við höfum spilað betur á útivelli heldur en heima í ár og við getum alveg farið í Valsheimilið og sigrað svo ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pálína. Ágúst: Rosaleg rimma framundan„Við mættum ekki til leiks eins og við vildum, við spiluðum afleitann sóknarleik í fyrri hálfleik," sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari Vals eftir leikinn. Valsliðið tapaði 18 boltum í fyrri hálfleik en vann það upp með því að taka mun fleiri fráköst en Keflvíkingar. „Við töpuðum mikið af boltum og vorum að taka erfið skot í sókninni en vörnin hélt okkur inn í þessu. Við fráköstuðum mjög vel og það hélt okkur inn í leiknum. Fráköst og tapaðir boltar telja gríðarlega til að fá fleiri skot í körfubolta," „Það voru bæði lið að klúðra skotum sem venja er að klára. Eflaust einhver spenna og tilhlökkun en leikmennirnir hristu það af sér þegar fyrsti leikhlutinn var búinn." „Mér leist ekkert á blikuna, við vorum í vandræðum að ná góðum skotum. Þegar við náðum skotunum sem við vildum voru þau að detta og um leið og við fórum að fá fleiri skot þá varð maður rólegri," Liðin hafa mæst sex sinnum á tímabilinu og hafa bæði liðin unnið þrjá sigra. „Þetta eru mjög jöfn og góð lið þannig að þetta verður rosaleg rimma framundan," sagði Ágúst að lokum.Leik lokið - Keflavík 54 - Valur 64: Flottur karakter hjá Valsliðinu, rifu sig upp eftir erfiðleika í fyrri hálfleik og taka forystuna í einvíginu. Fjórði leikhluti: Átta stiga munur þegar rúm mínúta er eftir og gestirnir með boltann. Tvö stig hér færu ansi langt með að klára leikinn. Keflavík 54 - 62 Valur. Fjórði leikhluti: Keflvíkingum gengur illa að saxa á forskot Valsliðsins, þær þurfa einfaldlega á vörn að halda núna þegar 3 mínútur eru eftir. Keflavík 54 - 60 Valur. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn upp í sex stig þegar tæplega fimm mínútur eru eftir. Keflavík 52 - 58 Valur. Fjórði leikhluti: Hallveig Jónsdóttir með tvo þrista á stuttum tíma og er stigahæst í Valsliðinu með 16 stig. Keflavík 50 - 54 Valur. Fjórði leikhluti: Þriggja stiga karfa hjá gestunum og sóknarbrot dæmt á Keflvíkinga. Þetta er stærsta forskot Valsliðsins í leiknum. Keflavík 48 - 51 Valur. Fjórði leikhluti: Gestirnir ná forskotinu þegar rúm mínúta er búin af fjórða leikhluta. Keflvíkingar hafa leitt allt frá fyrsta leikhluta. Keflavík 46 - 48 Valur. Þriðja leikhluta lokið - Keflavík 46 - 44 Valur: Aðeins tveggja stiga munur fyrir seinasta leikhlutann. Pálína öskrar á liðsfélaga sína að halda áfram. Þriðji leikhluti: Munurinn kominn í aðeins tvö stig, þristur og tvö vítaskot á stuttum tíma og það er komin spenna í þetta. Keflavík 44 - 42 Valur. Þriðji leikhluti: Keflvíkingar byrjuðu leikhlutann betur, komust í 42-31 en sex stig í röð frá gestunum heldur spennu í þessu. Keflavík 42 - 37 Valur. Hálfleikstölur: Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst í liði Keflvíkinga með 13 stig, í liði Vals eru Kristrún, Jaleesa og Ragnheiður jafnar með 8 stig hver. Hálfleikur - Keflavík 35 - 29 Valur: Ágætis rispa Keflvíkinga gefur þeim smá svigrúm inn í seinni hálfleikinn. Annar leikhluti: Munurinn kominn niður í aðeins tvö stig. Keflavík 27 - 25 Valur. Annar leikhluti: Gestirnir virðast loksins vaknaðir til lífsins þrátt fyrir að hafa tveimur boltum í viðbót á síðustu 3 mínútum. Góður kafli sem minnkar muninn niður í 7 stig. Keflavík 27 - 20 Valur. Annar leikhluti: Fjórtán tapaðir boltar á aðeins tæplega þrettán mínútum. Það er auðvelt að sjá hvað Valsliðið er að gera vitlaust, þær eru að vinna frákastabaráttuna en verða að laga sendingarnar. Keflavík 25 - 12 Valur. Annar leikhluti: Valsliðið ekki ennþá vaknað, þær voru með forystuna í stöðunni 6-4 en Keflvíkingar hafa snúið taflinu við. Keflavík 17 - 8 Valur. Fyrsta leikhluta lokið - Keflavík 12 - 8 Valur: Gestirnir byrjuðu betur en Keflvíkingar tóku við sér og lokuðu fyrsta leikhluta á 8-2 rispu og taka forskotið inn í annan leikhluta. Fyrsti leikhluti: Tæknivilla dæmd á Jaleesu Butler, hún vildi fá fót á Keflvíkinga þegar hún náði ekki að komast á vallarhelming Keflvíkinga á 8 sekúndum. Keflavík 10 - 6 Valur. Fyrsti leikhluti: Birna Valgarðsdóttir með tvær körfur á skömmum tíma og Keflvíkingar taka forskotið. Keflavík 8 - 6 Valur. Fyrsti leikhluti: Keflvíkingar reyna að tvöfalda á Jaleesu Butler í liði Vals þegar hún er með boltann, hún er dugleg að finna liðsfélaga sína opna en skotin eru ekki enn að detta. Keflavík 2 - 4 Valur. Fyrsti leikhluti: Leikhlé þegar aðeins 4:25 eru búnar af fyrsta leikhluta. Báðum liðunum gengur illa í sóknarleiknum og vilja eflaust báðir þjálfarar fínpússa sóknarleikinn. Keflavík 2 - 2 Valur. Fyrsti leikhluti: Bæði liðin reyna að keyra mikið inn á körfuna fyrstu mínútur leiksins en liðin verjast því vel. Enn stigalaust eftir tæplega tvær mínútur. Fyrsti leikhluti: Leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Liðin mættust einnig í úrslitaleik bikarsins í febrúar, þar fóru Keflavíkingar með sigur af hólmi 68-60. Fyrir leik: Liðin mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og skiptu liðin þar jöfn. Keflavíkingar unnu fyrstu tvo leikina en Valsarar unnu báða leiki liðanna í deildarkeppninni á þessu ári. Fyrir leik: Hér í kvöld mætast liðin sem enduðu í efsta og fjórða sæti deildarinnar. Keflavík vann deildina með töluverðum yfirburðum á meðan Valsliðið komst nokkuð örugglega í úrslitakeppnina, sex stigum fyrir ofan næsta lið. Fyrir leik: Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta leik í undanúrslitum Domino's deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira