95 bíla árekstur í Virginia-fylki Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2013 19:17 Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent
Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent