Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk 1. apríl 2013 10:00 Arnar Þór með fjögurra kílóa urriðann í Galtalæk. Mynd/Guðmundur Atli Ásgeirsson "Tilfinningin var blendin. Ég vildi ekki sleppa en var neyddur til þess," segir Arnar Þór Gíslason, vert á The English Pub í Hafnarfirði, sem náði fyrir stundu fyrsta urriðanum í Galtalæk. Arnar Þór er við veiðar í Galtalæk ásamt Guðmundi Atla Ásgeirssyni leiðsögumanni og bræðrunum Eiríki og Ólafi Stefánssonum á sjálfum opnunardeginum í læknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Arnar Þór fer svona snemma árs í veiði og í fyrsta skipti sem hann veiðir urriða. Og fiskurinn var engin smásmíði - heil fjögur kíló. "Þeir eru að stökkva allt í kringum okkur en eru erfiðir. Við vorum búnir að kasta í um klukkutíma þegar hann loksins beit," segir Arnar Þór sem var ánægður með hjálpina sem hann fékk frá leiðsögumanninum. "Hann lá uppí brekku og sagði mér til." Arnar Þór segist vera mikill veiðimaður. "Venjulega renni ég bara fyrir stórlax en það er líka gaman að taka urriða snemma vors. Ég reyni að fara eins oft og konan leyfir - þegar hún gleymir sér," segir hann og skellir upp úr. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Urriðinn tekur vel síðsumars í Elliðavatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði
"Tilfinningin var blendin. Ég vildi ekki sleppa en var neyddur til þess," segir Arnar Þór Gíslason, vert á The English Pub í Hafnarfirði, sem náði fyrir stundu fyrsta urriðanum í Galtalæk. Arnar Þór er við veiðar í Galtalæk ásamt Guðmundi Atla Ásgeirssyni leiðsögumanni og bræðrunum Eiríki og Ólafi Stefánssonum á sjálfum opnunardeginum í læknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Arnar Þór fer svona snemma árs í veiði og í fyrsta skipti sem hann veiðir urriða. Og fiskurinn var engin smásmíði - heil fjögur kíló. "Þeir eru að stökkva allt í kringum okkur en eru erfiðir. Við vorum búnir að kasta í um klukkutíma þegar hann loksins beit," segir Arnar Þór sem var ánægður með hjálpina sem hann fékk frá leiðsögumanninum. "Hann lá uppí brekku og sagði mér til." Arnar Þór segist vera mikill veiðimaður. "Venjulega renni ég bara fyrir stórlax en það er líka gaman að taka urriða snemma vors. Ég reyni að fara eins oft og konan leyfir - þegar hún gleymir sér," segir hann og skellir upp úr.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Urriðinn tekur vel síðsumars í Elliðavatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði