Unmfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 28-27 | Ótrúlegur sigur Vals Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 19. apríl 2013 10:35 Mynd/Vilhelm Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn fóru á flug í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 22-15 eftir 39 mínútur og útlit fyrir að Garðbæingar myndu taka forystu í einvíginu. Valsmenn voru enn fimm mörkum undir þegar að sjö mínútur voru eftir af leiknum. En þá hættu Garðbæingar og áttu ekki eftir að skora annað mark í leiknum. Valur jafnaði metin þegar rúm mínúta var eftir og Vignir Stefánsson skoraði sigurmark heimamanna á lokamínútunni. Stjarnan fékk þó vítakast á lokasekúndunum en Guðmundur Guðmundsson skaut í slá. Ótrúlegur sigur Vals staðreynd og staðan því 1-0 í einvíginu. Næsti leikur er í Garðabæ á sunnudagskvöld en tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur í því. Gestirnir komu mun grimmari til leiks í Vodafonehöllinni í kvöld. Stjarnan komst í 3-1 forystu eftir fjórar mínútur og virkuðu einbeittari en Valsmenn í öllum sínum aðgerðum. Valsmenn voru seinir til baka í vörn og Stjarnan refsaði þeim með hverju hraðarupphlaupsmarkinu á eftir öðru. Heimamenn spiluðu sig jafnt og örugglega inn í leikinn á ný og um miðbik fyrri hálfleiks voru þeir komnir á ágætis skrið. Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunar, fékk tvær mínútur dæmdar á sig á 17. mínútu leiksins fyrir kjaftbrúk og Stjörnumenn manni færri fyrir vikið. Á þeim kafla keyrðu Valsmenn stíft á þá og náðu að jafna leikinn á 18 mínútu, 8–8. Valsmenn komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9–8, mínútu seinna en þá gáfu gestirnir frá Garðabæ í og náðu aftur forystunni. Þeir héldu henni þar til flautað var til hálfleiks, 13–14. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Vals, kom inn í markið fyrir Valsmenn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks og átti stórleik á þessum kafla með fimm varin skot. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Stjörnumenn voru mun betri og spiluðu mjög góða vörn sem Valsmenn náðu ekki að brjóta sig í gegnum. Stjarnan náði mest sjö marka forystu, 15–22, á 39. mínútu leiksins. Næstu mínúturnar voru svipaðar og Stjörnumenn ávallt skrefinu nær en Valsmenn. Þá vöknuðu Valsmenn upp úr rotinu og byrjuðu að spila ágætisbolta. Þeir söxuðu á forskot Stjörnunar hægt og rólega og leikurinn varð afar spennandi á ný. Síðustu fimm mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og mikill hiti var í mönnum. Þegar þrjár mínútur vor til leiksloka minnkuðu Valsmenn leikin í þrjú mörk. Stjörnumenn voru að pirra sig á dómurum leiksins og fengu dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eftir það gengu Valsmenn á lagið og náðu að jafna leikinn og komust svo yfir, 28-27, þegar um 50 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn komust í eina loka sókn og fiskuðu víti þegar um fimm sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunar, fór á punktinn en skot hans hafnaði í slánni og Valsmenn unnu ævintýralegan sigur, 28–27.Orri Freyr: Einstaklings framtakið skilaði þessum sigri „Við trúðum því allan tímann að við myndum vinna þennan leik, við vorum samt mjög lélegir í þessum leik. En við vissum að við værum betra lið og við misstum aldrei trúna á okkur. Við erum bara betri og eigum að sýna þann standard að klára svona leiki. Þetta fór svona í dag og það er enginn að spyrja af hverju,“ sagði Orri Freyr Gíslason, línumaðurinn sterki hjá Val, eftir leikinn. „Við verðum betri í næsta leik það er alveg á hreinu. Ég var á röltinu í fyrri hálfleik, virkilega seinn til baka eins og við allir reyndar en það var skárra í seinni hálfleik. Við töluðum um þetta í hálfleik og náðum að bæta það.“ „Sóknaleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag en það voru ákveðnir menn sem stigu upp. Það var einstaklings framtakið sem skilaði okkur sigri hérna í kvöld, ekki liðsheildin. Við þurfum að bæta það fyrir næsta leik og láta boltann fljóta meira, þá kemur þetta.“Þröstur: Hættum að hlaupa tilbaka „Fáranlega pirrandi, hreint út sagt. Mjög leiðinlegt að við gátum ekki haldið þessu forskoti. Við hættum að keyra hraðaupphlaupin og ætlum að fara hanga á þessu forskoti en það gengur aldrei upp í handbolta og það vitum við vel,“ sagði Þröstur Þráinsson, leikmaður Stjörnunar eftir leikinn. „Það sem gerðist var það að við héldum að þetta væri komið, sú tilfinning kom upp þegar við vorum komnir með sjö marka forystu. Þá hættum við að hlaupa til baka og þeir keyra á okkur stíft í bakið. Við gáfum þeim einföld færi eftir nokkrar sekúndur - hraðarupphlaup svo ég tali nú ekki um vítin sem við fengum á okkur. Það er ekki hægt að hanga á fimm marka forystu á móti svona góðu og reynslumiklu liði, það er bara ekki hægt.“ „Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur á bekkinn, í fyrra skiptið var það algjörlega út í hött. Síðan fáum við tvær mínútur í lokin sem ég veit ekki einu sinni hvað gerðist. Dómarnir hölluðu á okkur í leiknum, þeir fá víti trekk í trekk og við ekki.“ „Það er stutt í næsta leik sem betur fer, það verður gaman á sunnudaginn. Við komum virkilega grimmir í þann leik, það er á hreinu,“ sagði Þröstur í lokin. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn fóru á flug í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 22-15 eftir 39 mínútur og útlit fyrir að Garðbæingar myndu taka forystu í einvíginu. Valsmenn voru enn fimm mörkum undir þegar að sjö mínútur voru eftir af leiknum. En þá hættu Garðbæingar og áttu ekki eftir að skora annað mark í leiknum. Valur jafnaði metin þegar rúm mínúta var eftir og Vignir Stefánsson skoraði sigurmark heimamanna á lokamínútunni. Stjarnan fékk þó vítakast á lokasekúndunum en Guðmundur Guðmundsson skaut í slá. Ótrúlegur sigur Vals staðreynd og staðan því 1-0 í einvíginu. Næsti leikur er í Garðabæ á sunnudagskvöld en tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur í því. Gestirnir komu mun grimmari til leiks í Vodafonehöllinni í kvöld. Stjarnan komst í 3-1 forystu eftir fjórar mínútur og virkuðu einbeittari en Valsmenn í öllum sínum aðgerðum. Valsmenn voru seinir til baka í vörn og Stjarnan refsaði þeim með hverju hraðarupphlaupsmarkinu á eftir öðru. Heimamenn spiluðu sig jafnt og örugglega inn í leikinn á ný og um miðbik fyrri hálfleiks voru þeir komnir á ágætis skrið. Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunar, fékk tvær mínútur dæmdar á sig á 17. mínútu leiksins fyrir kjaftbrúk og Stjörnumenn manni færri fyrir vikið. Á þeim kafla keyrðu Valsmenn stíft á þá og náðu að jafna leikinn á 18 mínútu, 8–8. Valsmenn komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9–8, mínútu seinna en þá gáfu gestirnir frá Garðabæ í og náðu aftur forystunni. Þeir héldu henni þar til flautað var til hálfleiks, 13–14. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Vals, kom inn í markið fyrir Valsmenn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks og átti stórleik á þessum kafla með fimm varin skot. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Stjörnumenn voru mun betri og spiluðu mjög góða vörn sem Valsmenn náðu ekki að brjóta sig í gegnum. Stjarnan náði mest sjö marka forystu, 15–22, á 39. mínútu leiksins. Næstu mínúturnar voru svipaðar og Stjörnumenn ávallt skrefinu nær en Valsmenn. Þá vöknuðu Valsmenn upp úr rotinu og byrjuðu að spila ágætisbolta. Þeir söxuðu á forskot Stjörnunar hægt og rólega og leikurinn varð afar spennandi á ný. Síðustu fimm mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og mikill hiti var í mönnum. Þegar þrjár mínútur vor til leiksloka minnkuðu Valsmenn leikin í þrjú mörk. Stjörnumenn voru að pirra sig á dómurum leiksins og fengu dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eftir það gengu Valsmenn á lagið og náðu að jafna leikinn og komust svo yfir, 28-27, þegar um 50 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn komust í eina loka sókn og fiskuðu víti þegar um fimm sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunar, fór á punktinn en skot hans hafnaði í slánni og Valsmenn unnu ævintýralegan sigur, 28–27.Orri Freyr: Einstaklings framtakið skilaði þessum sigri „Við trúðum því allan tímann að við myndum vinna þennan leik, við vorum samt mjög lélegir í þessum leik. En við vissum að við værum betra lið og við misstum aldrei trúna á okkur. Við erum bara betri og eigum að sýna þann standard að klára svona leiki. Þetta fór svona í dag og það er enginn að spyrja af hverju,“ sagði Orri Freyr Gíslason, línumaðurinn sterki hjá Val, eftir leikinn. „Við verðum betri í næsta leik það er alveg á hreinu. Ég var á röltinu í fyrri hálfleik, virkilega seinn til baka eins og við allir reyndar en það var skárra í seinni hálfleik. Við töluðum um þetta í hálfleik og náðum að bæta það.“ „Sóknaleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag en það voru ákveðnir menn sem stigu upp. Það var einstaklings framtakið sem skilaði okkur sigri hérna í kvöld, ekki liðsheildin. Við þurfum að bæta það fyrir næsta leik og láta boltann fljóta meira, þá kemur þetta.“Þröstur: Hættum að hlaupa tilbaka „Fáranlega pirrandi, hreint út sagt. Mjög leiðinlegt að við gátum ekki haldið þessu forskoti. Við hættum að keyra hraðaupphlaupin og ætlum að fara hanga á þessu forskoti en það gengur aldrei upp í handbolta og það vitum við vel,“ sagði Þröstur Þráinsson, leikmaður Stjörnunar eftir leikinn. „Það sem gerðist var það að við héldum að þetta væri komið, sú tilfinning kom upp þegar við vorum komnir með sjö marka forystu. Þá hættum við að hlaupa til baka og þeir keyra á okkur stíft í bakið. Við gáfum þeim einföld færi eftir nokkrar sekúndur - hraðarupphlaup svo ég tali nú ekki um vítin sem við fengum á okkur. Það er ekki hægt að hanga á fimm marka forystu á móti svona góðu og reynslumiklu liði, það er bara ekki hægt.“ „Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur á bekkinn, í fyrra skiptið var það algjörlega út í hött. Síðan fáum við tvær mínútur í lokin sem ég veit ekki einu sinni hvað gerðist. Dómarnir hölluðu á okkur í leiknum, þeir fá víti trekk í trekk og við ekki.“ „Það er stutt í næsta leik sem betur fer, það verður gaman á sunnudaginn. Við komum virkilega grimmir í þann leik, það er á hreinu,“ sagði Þröstur í lokin.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira