Fjölmargir leikir fóru fram í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Fimm íslensk mörk litu dagsins ljós.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Lilleström og Skedsmo en hann spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag.
Sarpsborg vann D-deildarlið Sparta Sarpsborg, 3-0. Þar skoraði Þórarinn Ingi Valdmarsson eitt mark en þeir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu einnig í leiknum.
Jón Daði Böðvarðsson skoraði eitt mark fyrir Viking sem vann Vaulen, 4-0. Indriði Sigurðsson spilaði síðari hálfleikinn.
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði eitt mark í 7-1 sigri Sandnes Ulf á Avaldsnes.
Þá vann Brann 14-0 sigur á Hovding en Birkir Már Sævarsson var ekki með Brann í dag.
Fimm íslensk bikarmörk í Noregi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
