Kári Garðarsson mun þjálfa kvennalið Gróttu næstu tvö árin en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning og mun taka við liðinu af fráfarandi þjálfara, Ómari Erni Jónssyni. Kári tekur því aftur við kvennaliði Gróttu sem hann þjálfaði síðast 2005-2006.
Kári hefur starfað lengi við þjálfun hjá Gróttu og var á síðasta ári aðstoðarþjálfari Ágústs Jóhannessonar við þjálfun meistaraflokks karla og þjálfaði jafnframt 3. flokk karla hjá félaginu
„Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu“ segir Kári Garðarsson. „Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda í vikunni. Ég hef verið ánægður hjá Gróttu og vera þátttakandi í uppbyggingu handboltans þar. Það er krefjandi starf að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna og er það mín von að mér takist að koma Gróttu í hóp bestu liða landsins á samningstímanum," er haft eftir Kára í fréttatilkynningu frá Handknattleiksdeild Gróttu.
Grótta varð í 6. sæti þegar liðið lék síðast undir stjórn Kára 2005-06 en í vetur varð Gróttuliðið í 7. sæti í N1 deild kvenna og tapaði síðan 0-2 fyrir Fram í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Kári tekur aftur við kvennaliði Gróttu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
