Yfirfall í Jöklu í september Kristján Hjálmarsson skrifar 15. apríl 2013 16:21 Strengir hafa framlengt leigusamning sinn við Veiðifélag Jökulsár á Dal til tíu ára. Mynd/Strengir.is Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Töluverður áhugi virðist vera á Jöklu fyrir næsta sumar því þegar er uppselt á veiðisvæðið Jökla I í júlí. "Jökla II sem er spennandi nýtt veiðisvæði á efri hluta Jöklu og eru líklega bestu kaupin á „eyrinni“ í veiðileyfum nú þegar laxinn getur gengið óhindrað þarna uppeftir," segir meðal annars á vef Strengja.is. Á aðalfundinum var einnig staðfestur leigusamningur Veiðifélags Jökulsár á Dal við Veiðiþjónustuna Strengi til tíu ára og verður vel heppnuðu ræktunarátaki haldið. "Væntanlega mun veiði einnig aukast verulega á komandi árum er smáseiðasleppingar og nátturuleghryggning í Jöklu fer að skila sér einnig inn í laxveiðina af meiri krafti," segir á vef Strengja.is. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Töluverður áhugi virðist vera á Jöklu fyrir næsta sumar því þegar er uppselt á veiðisvæðið Jökla I í júlí. "Jökla II sem er spennandi nýtt veiðisvæði á efri hluta Jöklu og eru líklega bestu kaupin á „eyrinni“ í veiðileyfum nú þegar laxinn getur gengið óhindrað þarna uppeftir," segir meðal annars á vef Strengja.is. Á aðalfundinum var einnig staðfestur leigusamningur Veiðifélags Jökulsár á Dal við Veiðiþjónustuna Strengi til tíu ára og verður vel heppnuðu ræktunarátaki haldið. "Væntanlega mun veiði einnig aukast verulega á komandi árum er smáseiðasleppingar og nátturuleghryggning í Jöklu fer að skila sér einnig inn í laxveiðina af meiri krafti," segir á vef Strengja.is.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði