Horner hafnar samsæriskenningum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. apríl 2013 17:30 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti