Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. apríl 2013 21:40 Væn bleikja komin á land. Mynd / svak.is Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Sagt er frá leiðangrinum á heimasíðu Stangaveiðifélags Akureyrar. "Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí," segir á svak.is. "Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.Það er skemmst frá því að segja að það er mikið af fiski í Hörgá og því ættu veiðimenn að geta gert góða túra í maí mánuði. Áin er hvíld eftir veturinn og veiðistaðir óbarðir af veiðimönnum." Stangaveiðifélag Akureyrar selur leyfin í Hörgá á heimasíðu sinni. Þar eru veiðmenn hvattir til að gefa Hörgánni gaum. "Það er fátt skemmtilegra en að koma að hvíldri á þar sem fiskurinn er ekki styggur og i tökustuði eins og hann var hjá okkur í dag," segir í frásögninni sem birtist í gær. Stangveiði Mest lesið Bæði flug og fiskur í Aðaldal Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Plankað við ánna Veiði
Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Sagt er frá leiðangrinum á heimasíðu Stangaveiðifélags Akureyrar. "Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí," segir á svak.is. "Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.Það er skemmst frá því að segja að það er mikið af fiski í Hörgá og því ættu veiðimenn að geta gert góða túra í maí mánuði. Áin er hvíld eftir veturinn og veiðistaðir óbarðir af veiðimönnum." Stangaveiðifélag Akureyrar selur leyfin í Hörgá á heimasíðu sinni. Þar eru veiðmenn hvattir til að gefa Hörgánni gaum. "Það er fátt skemmtilegra en að koma að hvíldri á þar sem fiskurinn er ekki styggur og i tökustuði eins og hann var hjá okkur í dag," segir í frásögninni sem birtist í gær.
Stangveiði Mest lesið Bæði flug og fiskur í Aðaldal Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Plankað við ánna Veiði