Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað Jóhannes Stefánsson skrifar 24. apríl 2013 16:43 Efnahagslegir erfiðleikar hafa hrjáð evrusvæðið Mynd/ Getty Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira