Handbolti

Hombrados tapaði í forsetakjöri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markvörðurinn Javier Hombrados bauð sig fram í formannskjöri spænska handknattleikssambandsins nú um helgina.

Þingið fór fram um helgina og var Hombrados mættur stuttu eftir að hann spilaði með Atletico Madrid gegn Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Hann tapaði þó í kosningunni fyrir Francisco Vidal Blazquez, sem fékk 54 atkvæði. Hombrados fékk 32.

Blazques staðfesti svo að Manolo Cadenas, fyrrum þjálfari Ademar Leon, muni taka við þjálfun spænska landsliðsinu af Valero Rivero sem staðfesti afsögn sína í síðustu viku.

Það er þó óvíst hvort að Cadenas geti tekið við landsliðinu þar sem hann er búinn að semja við pólska liðið Wisla Plock.

Rivera hefur verið orðaður við landslið Katar og að hann muni stýra landsliðinu næstu tvö árin, fram yfir HM sem haldið verður þar í landi árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×