Nýr GLA jepplingur frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2013 14:15 Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar
Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar