Fisker tapaði 557.000 dollurum á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 08:45 Seldu 2.500 Fisker Karma bíla en þróunar- og framleiðslkostnaðurinn var gegndarlaus. Rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er nú í gjladþrotameðferð og eru nú flest kurl komin til grafar varðandi fjárhag þess og kostnað við smíði þeirra 2.500 bíla sem það seldi fram að gjaldþrotinu. Það eru nokkuð sláandi upplýsingar því komið hefur í ljós að á hverjum seldum Fisker Karma bíl tapaði fyrirtækið 557.000 dollurum, eða tæpum 66 milljónum króna. Þetta má finna út með því að leggja saman þá 193 milljón dollar sem Fisker fékk að láni frá Bandarísku ríkisstjórninni og annað rekstrarfé og deila því svo í þá 2.500 bíla sem Fisker smíðaði frá upphafi til enda. Það er kannski ekki nema vona að hið opinbera í Bandaríkjunum hafi skrúfað á endanum fyrir fjármagn til Fisker þrátt fyrir allan þann góða vilja sem stjórnvöld bera til smíði umhverfisvænna bíla. Hvern Fisker Karma bíl seldi Fisker á um 100.000 dollara, svo það fékk á bilinu einn sjötta til sjöunda af þeim kostnaði sem lagt var í hvern bíl. Sú hefði kannski ekki orðið raunin ef Fisker hefði framleitt fleiri bíla, hvað þá ef þeir hefðu talið í tug- eða hundruðþúsunda tali. En þetta varð hin dapra niðurstaða uppgjörs Fisker. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Seldu 2.500 Fisker Karma bíla en þróunar- og framleiðslkostnaðurinn var gegndarlaus. Rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er nú í gjladþrotameðferð og eru nú flest kurl komin til grafar varðandi fjárhag þess og kostnað við smíði þeirra 2.500 bíla sem það seldi fram að gjaldþrotinu. Það eru nokkuð sláandi upplýsingar því komið hefur í ljós að á hverjum seldum Fisker Karma bíl tapaði fyrirtækið 557.000 dollurum, eða tæpum 66 milljónum króna. Þetta má finna út með því að leggja saman þá 193 milljón dollar sem Fisker fékk að láni frá Bandarísku ríkisstjórninni og annað rekstrarfé og deila því svo í þá 2.500 bíla sem Fisker smíðaði frá upphafi til enda. Það er kannski ekki nema vona að hið opinbera í Bandaríkjunum hafi skrúfað á endanum fyrir fjármagn til Fisker þrátt fyrir allan þann góða vilja sem stjórnvöld bera til smíði umhverfisvænna bíla. Hvern Fisker Karma bíl seldi Fisker á um 100.000 dollara, svo það fékk á bilinu einn sjötta til sjöunda af þeim kostnaði sem lagt var í hvern bíl. Sú hefði kannski ekki orðið raunin ef Fisker hefði framleitt fleiri bíla, hvað þá ef þeir hefðu talið í tug- eða hundruðþúsunda tali. En þetta varð hin dapra niðurstaða uppgjörs Fisker.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent