Endurfæddur Ford Escort Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2013 10:15 Ódýr bíll í C-flokki sem stefnt verður á Kínamarkað. Nú stendur yfir árleg bílasýning í kínversku borginni Shanghai og einn af senuþjófunum þar er nýr bíll frá Ford, ef hægt er að kalla Ford Escort nýjan bíl! Ford Escort var afar vinsæll bíll hér á árum áður og algeng sjón á götum landsins, en framleiðslu bílsins var hætt árið 2000. Síðan þá hafa Focus og Fiest bílar Ford fyllt skarð Escort og það með góðum árangri. Þessi nýi Escort fellur í C-stærðarflokk bíla og hann á að verða ódýr bíll sem alls ekki er hlaðinn lúxus, heldur lágstemmdur, hagkvæmur og góð kaup. Ekki liggur margt fyrir um þennan bíl, en einsýnt er að honum verður stefnt á Kínamarkað og alls ekki víst að hann sjáist utan Asíu. Líklega verður hann með minni vél en tveggja lítra og hestaflatalan í minna lagi. Það er ef til vill nokkuð einkennilegt að Ford ætli að bæta við bíl í C-flokki í Kína, þar sem Focus hefur farnast mjög vel og var reyndar söluhæsta eina bílgerðin þar eins og reyndar í öllum heiminum. Því kemur aðeins eitt til, að bíllinn eigi að vera talsvert ódýrari og keppa við ódýra kínverska bíla. Ford hefur staðið sig mjög vel í Kína á undaförnum árum og áætlanir fyrirtækisins þar eru stórvaxnar. Áður en árið 2015 verður á enda mun Ford opna 7 nýjar verksmiðjur í Asíu og verða 5 þeirra í Kína og munu þær geta framleitt 2,7 milljón bíla á ári. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent
Ódýr bíll í C-flokki sem stefnt verður á Kínamarkað. Nú stendur yfir árleg bílasýning í kínversku borginni Shanghai og einn af senuþjófunum þar er nýr bíll frá Ford, ef hægt er að kalla Ford Escort nýjan bíl! Ford Escort var afar vinsæll bíll hér á árum áður og algeng sjón á götum landsins, en framleiðslu bílsins var hætt árið 2000. Síðan þá hafa Focus og Fiest bílar Ford fyllt skarð Escort og það með góðum árangri. Þessi nýi Escort fellur í C-stærðarflokk bíla og hann á að verða ódýr bíll sem alls ekki er hlaðinn lúxus, heldur lágstemmdur, hagkvæmur og góð kaup. Ekki liggur margt fyrir um þennan bíl, en einsýnt er að honum verður stefnt á Kínamarkað og alls ekki víst að hann sjáist utan Asíu. Líklega verður hann með minni vél en tveggja lítra og hestaflatalan í minna lagi. Það er ef til vill nokkuð einkennilegt að Ford ætli að bæta við bíl í C-flokki í Kína, þar sem Focus hefur farnast mjög vel og var reyndar söluhæsta eina bílgerðin þar eins og reyndar í öllum heiminum. Því kemur aðeins eitt til, að bíllinn eigi að vera talsvert ódýrari og keppa við ódýra kínverska bíla. Ford hefur staðið sig mjög vel í Kína á undaförnum árum og áætlanir fyrirtækisins þar eru stórvaxnar. Áður en árið 2015 verður á enda mun Ford opna 7 nýjar verksmiðjur í Asíu og verða 5 þeirra í Kína og munu þær geta framleitt 2,7 milljón bíla á ári.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent