Staðsetningartæki Mercedes Benz fann sprengjubræðurna Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2013 10:45 Í Mercedes Benz GL jeppunum er Mbrace staðsetningarkerfi Stálu Mercedes Benz jeppa svo auðvelt var að finna þá. Bræðurnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev sem komu fyrir sprengjum í Boston maraþoninu ætluðu eftir ódæðið næst til New York og valda þar enn frekari skaða. Í því augnamiði tóku þeir traustataki Mercedes Benz jeppa ásamt eiganda hans. Honum héldu þeir föstum í 90 mínútur, en á þeim tíma var bílnum einhverra hluta vegna ekið víðsvegar um Boston. Á endanum þurfti að taka bensín og annar bróðurinn fór inn til að borga og hinn lagði frá sér byssu sína. Þá notaði eigandinn tækifærið, tók af sér öryggisbeltið, stökk úr bílnum og lagði á flótta. Hann hélt að annarri bensínstöð og bað eiganda stöðvarinnar að hringja í lögregluna. Eigandi bílsins tjáði lögreglunni þegar hún kom að í bíl hans væri innbyggt staðsetningarkerfi (sem kallast Mbrace), en það er til þess ætlað að kalla á hjálp við árekstur eða til að auðvelda leit að Mercedes Benz bílum ef þeim er stolið. Það sannaði sig í þessu tilviki og líklega aldrei komið í eins góðar þarfir. Lögreglan fann bílinn mjög fljótlega með aðstoð kerfisins og fljótlega kom svo til skotbardaga sem varð til þess að lögreglan felldi eldri bróðurinn.Fullkominn búnaður í bílum kemur í ýmsar þarfir, stundum nokkuð óvenjulegar. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent
Stálu Mercedes Benz jeppa svo auðvelt var að finna þá. Bræðurnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev sem komu fyrir sprengjum í Boston maraþoninu ætluðu eftir ódæðið næst til New York og valda þar enn frekari skaða. Í því augnamiði tóku þeir traustataki Mercedes Benz jeppa ásamt eiganda hans. Honum héldu þeir föstum í 90 mínútur, en á þeim tíma var bílnum einhverra hluta vegna ekið víðsvegar um Boston. Á endanum þurfti að taka bensín og annar bróðurinn fór inn til að borga og hinn lagði frá sér byssu sína. Þá notaði eigandinn tækifærið, tók af sér öryggisbeltið, stökk úr bílnum og lagði á flótta. Hann hélt að annarri bensínstöð og bað eiganda stöðvarinnar að hringja í lögregluna. Eigandi bílsins tjáði lögreglunni þegar hún kom að í bíl hans væri innbyggt staðsetningarkerfi (sem kallast Mbrace), en það er til þess ætlað að kalla á hjálp við árekstur eða til að auðvelda leit að Mercedes Benz bílum ef þeim er stolið. Það sannaði sig í þessu tilviki og líklega aldrei komið í eins góðar þarfir. Lögreglan fann bílinn mjög fljótlega með aðstoð kerfisins og fljótlega kom svo til skotbardaga sem varð til þess að lögreglan felldi eldri bróðurinn.Fullkominn búnaður í bílum kemur í ýmsar þarfir, stundum nokkuð óvenjulegar.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent